Ólafía komin inn á opna bandaríska Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 09:00 Ólafía Þórunn kampakát í Kaliforníu. mynd/ólafía þórunn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér í nótt farseðilinn á opna bandaríska meistaramótið í golfi en hún gerði sér lítið fyrir og vann úrtökumót í Kaliforníu. Spilaðir voru tveir hringir en Ólafía lék hringina tvo á samtals 139 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún fór fyrri hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og þann síðari á tveimur höggum undir. Í heildina fékk Ólafía Þórunn tíu fugla á holunum 36 sem spilaðar voru og fimm skolla en aðeins sigurvegarinn á úrtökumótinu í nótt átti möguleika á keppnisrétt á opna bandaríska sem er eitt af fimm risamótum ársins í kvennagolfinu. Spennan var mikil því Dottie Ardina varð í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eða höggi á eftir Ólafíu. Hún er fyrsti varamaður inn af þessu móti og Naomi Soifua er annar varamaður. Þetta verður annað árið í röð sem að Ólafía spilar á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þá verður þetta í sjöunda sinn sem að Ólafía spilar á risamóti á síðustu þremur árum. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér í nótt farseðilinn á opna bandaríska meistaramótið í golfi en hún gerði sér lítið fyrir og vann úrtökumót í Kaliforníu. Spilaðir voru tveir hringir en Ólafía lék hringina tvo á samtals 139 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún fór fyrri hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og þann síðari á tveimur höggum undir. Í heildina fékk Ólafía Þórunn tíu fugla á holunum 36 sem spilaðar voru og fimm skolla en aðeins sigurvegarinn á úrtökumótinu í nótt átti möguleika á keppnisrétt á opna bandaríska sem er eitt af fimm risamótum ársins í kvennagolfinu. Spennan var mikil því Dottie Ardina varð í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eða höggi á eftir Ólafíu. Hún er fyrsti varamaður inn af þessu móti og Naomi Soifua er annar varamaður. Þetta verður annað árið í röð sem að Ólafía spilar á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þá verður þetta í sjöunda sinn sem að Ólafía spilar á risamóti á síðustu þremur árum.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira