Grínið er heilun fyrir samfélag í erfiðleikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2019 07:15 Fanndís Birna Logadóttir, nemi í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana. Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana.
Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira