Sara Björk Þýskalandsmeistari þriðja árið í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kát eftir að vinna deildina. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira