Tæplega 6000 áhorfendur mættu á Hellu - Sjáðu tilþrifin Bragi Þórðarson skrifar 5. maí 2019 14:00 Hér sést Þór Þormar Pálsson fljúga bíl sínum í þriðju braut. Bergur Bergsson Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæru fór fram á Hellu á laugardaginn. Það var að vanda Flugbjörgunarsveitin á Hellu sem hélt keppnina ásamt akstursíþróttanefnd umf. Heklu. 5500 áhorfendur mættu á Hellu í blíðskaparveðri. Starfsmenn keppninnar voru um 100, 19 bílar tóku þátt og með hverjum bíl fylgja um 15 aðstoðarmenn. Það voru því vel rúmlega 6000 manns á Sindratorfærunni á laugardaginn. Til samanburðar mættu 6486 áhorfendur á fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í fótbolta. Eknar voru sex brautir og þar af voru tvær tímabrautir. Keppnin var ein sú allra tilþrifamesta eins og sjá má í spilaranum hér neðst í fréttinni. Aron Ingi Svanson hlaut tilþrifaverðlaunin á HelluBergur BergssonTitilvörnin byrjaði illaÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, byrjaði Sindratorfæruna frábærlega með að vera sá eini sem fór alla leið í fyrstu braut. Í annari braut tapaði Þór óþarfa stigum og missti forskot sitt niður í 30 stig. 350 stig fást fyrir að fara alla leið í braut. Í þriðju braut fór svo að draga til tíðinda. Þór komst upp á bakkann og í gegnum endahliðið en velti bíl sínum, Thor, alvarlega. Í biltunni bognaði veltibúrið og framhjólabúnaður skemmdist. Á ótrúlegan hátt tókst viðgerðarmönnum Þórs að gera við bílinn en þrátt fyrir hetjulegar dáðir bilaði stýrisbúnaðurinn í næstu braut. Til að bæta gráu ofan á svart datt annað afturhjólið undan Thor í vatninu og varð Þór Þormar að sætta sig við fimmta sætið að lokum. Þór Þormar með þrjú hjól undir bílnumBergur BergssonHörkuslagur um fyrsta sætiðMeð Þór Þormar út úr myndinni varð slagurinn um fyrsta sætið milli Geir Everts Grímsonar á Sleggjunni, Ingólfs Guðvarðarsonar á Guttanum Reborn og Hauks Einarssonar á Heklu. Í þriðju braut komst Ingólfur Guðvarðarson einn upp þremeninganna og komst upp í fyrsta sætið fyrir vikið. Geir Evert Grímsson velti Sleggjunni í þriðju brautinni og virtist fara í algjöran ham eftir það. Fjórða braut var tímabraut þar sem Geir Evert sýndi hvað í honum og Sleggjunni býr. Geir náði langbesta tímanum og var nú aðeins 20 stigum á eftir Ingólfi fyrir ánna frægu. ,,Ég var bara svo reiður eftir veltuna í þriðju braut, það virtist bara hjálpa mér’’ sagði Geir Evert eftir keppnina. Í ánni var svo komið að Hauki Einarssyni að láta ljós sitt skína. Hann fleytti Heklunni á tæplega hundrað kílómetra hraða yfir vatnið og náði besta tímanum í brautinni. Geir og Ingólfur fleyttu einnig alla leið og var staðan því ennþá hnífjöfn milli þeirra er komið var í lokabrautina, mýrina. Haukur Einarsson sat fastur í mýrinniBergur BergssonAllt í járnum fyrir síðustu brautHaukur gerði afdrifarík mistök er hann festi Hekluna í drullunni og missti því alla möguleika á sigri. ,,Þetta var skita þarna í mýrinni, maður á náttúrulega að klára þessa braut en það er bara svo erfitt að sjá út’’ sagði Haukur sem var þó nokkuð sáttur með þriðja sætið á Hellu. Sú breyting var gerð á mýrinni í ár að ökumenn verða að keyra stystu leið milli hliða. Auk þess fá ökumenn fleiri refsistig fyrir að snerta brautarmerkingar en hafa verið síðastliðin ár. Bæði Ingólfur og Geir Evert luku við mýrina en Ingólfur nældi sér í 120 refsistig fyrir að aka yfir stikur. Geir Evert virtist passa sig betur á stikunum og endaði uppi sem sigurvegari, aðeins 60 stigum á undan Ingólfi. ,,Ég sagði í vikunni að ég ætlaði að vinna, og að ég ætlaði loksins að standa við það, þannig ég gerði það’’ sagði Geir Evert sem var alveg í skýjunum með sigurinn. Geir hefur keppt í torfæru frá árinu 2015. Strax á fyrstu árum sínum í sportinu fór hann að keppa um verðlaunasæti en hann hafði þó aldrei landað sigri fyrr en nú. Fyrsta sætið þýðir að Geir tekur einnig forustuna í Íslandsmótinu. Geir Evert Grímsson fagnaði sínum fyrsta sigri í torfærukeppniBergur BergssonÓvænt úrslit í götubílaflokkiÍ flokki götubíla voru fjórir bílar skráðir. Flestir bjuggust við að Steingrímur Bjarnason á Strumpnum myndi ná sigri enda hefur hann verið að keppa síðan 1990. Steingrímur tók forustu strax í annari braut og lét hana ekki af hendi fyrr en komið var í ánna. Þar kom vatn inná vél bílsins og Steingrímur kláraði því ekki tímabrautina. Aðeins einn götubíll komst yfir ánna og var það nýliðinn Óskar Jónsson á Úlfinum. Óskar keyrði glæsilega alla keppnina og endaði uppi sem sigurvegari í sinni fyrstu keppni á nýsmíðuðum bíl. ,,Ég er gríðarlega sáttur, bæði með aksturinn og með bílinn’’ sagði Óskar en hann og hans lið hafa verið að smíða bílinn síðastliðin tvö ár. Chris Harris, þáttastjórnandi Top Gear, fleytti Heimasætunni yfir ánna á HelluBergur BergssonBretarnir stóðu sig velEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var breska ríkisútvarpið mætt á Sindratorfæruna. Tveir þáttastjórnendur Top Gear tóku þátt í keppninni og stóðu þeir sig með prýði. Þeim Chris Harris og Freddie Flintoff leist þó ekkert á blikuna eftir að hafa skoðað brautirnar um morguninn. ,,Ég skil þetta ekki, ég labbaði upp að brekkunum og hugsaði að það er ómögulegt að keyra bíl hérna upp’’ sagði krikkett kappinn Freddie Flintoff. Að lokum enduðu þeir í sjötta og sjöunda sæti og tókst Chris Harris meðal annars að fleyta Heimasætunni alla leið yfir ánna. Hér að neðan má sjá allt það helsta frá Sindratorfærunni og öll tilþrifin. Tilþrifaverðlaunin í sérútbúnaflokknum hlaut Aron Ingi Svansson á Stormi. Í götubílaflokki varð það Jakob Nielssen Kristjánsson sem sýndi mestu tilþrifin. Íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæru fór fram á Hellu á laugardaginn. Það var að vanda Flugbjörgunarsveitin á Hellu sem hélt keppnina ásamt akstursíþróttanefnd umf. Heklu. 5500 áhorfendur mættu á Hellu í blíðskaparveðri. Starfsmenn keppninnar voru um 100, 19 bílar tóku þátt og með hverjum bíl fylgja um 15 aðstoðarmenn. Það voru því vel rúmlega 6000 manns á Sindratorfærunni á laugardaginn. Til samanburðar mættu 6486 áhorfendur á fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í fótbolta. Eknar voru sex brautir og þar af voru tvær tímabrautir. Keppnin var ein sú allra tilþrifamesta eins og sjá má í spilaranum hér neðst í fréttinni. Aron Ingi Svanson hlaut tilþrifaverðlaunin á HelluBergur BergssonTitilvörnin byrjaði illaÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, byrjaði Sindratorfæruna frábærlega með að vera sá eini sem fór alla leið í fyrstu braut. Í annari braut tapaði Þór óþarfa stigum og missti forskot sitt niður í 30 stig. 350 stig fást fyrir að fara alla leið í braut. Í þriðju braut fór svo að draga til tíðinda. Þór komst upp á bakkann og í gegnum endahliðið en velti bíl sínum, Thor, alvarlega. Í biltunni bognaði veltibúrið og framhjólabúnaður skemmdist. Á ótrúlegan hátt tókst viðgerðarmönnum Þórs að gera við bílinn en þrátt fyrir hetjulegar dáðir bilaði stýrisbúnaðurinn í næstu braut. Til að bæta gráu ofan á svart datt annað afturhjólið undan Thor í vatninu og varð Þór Þormar að sætta sig við fimmta sætið að lokum. Þór Þormar með þrjú hjól undir bílnumBergur BergssonHörkuslagur um fyrsta sætiðMeð Þór Þormar út úr myndinni varð slagurinn um fyrsta sætið milli Geir Everts Grímsonar á Sleggjunni, Ingólfs Guðvarðarsonar á Guttanum Reborn og Hauks Einarssonar á Heklu. Í þriðju braut komst Ingólfur Guðvarðarson einn upp þremeninganna og komst upp í fyrsta sætið fyrir vikið. Geir Evert Grímsson velti Sleggjunni í þriðju brautinni og virtist fara í algjöran ham eftir það. Fjórða braut var tímabraut þar sem Geir Evert sýndi hvað í honum og Sleggjunni býr. Geir náði langbesta tímanum og var nú aðeins 20 stigum á eftir Ingólfi fyrir ánna frægu. ,,Ég var bara svo reiður eftir veltuna í þriðju braut, það virtist bara hjálpa mér’’ sagði Geir Evert eftir keppnina. Í ánni var svo komið að Hauki Einarssyni að láta ljós sitt skína. Hann fleytti Heklunni á tæplega hundrað kílómetra hraða yfir vatnið og náði besta tímanum í brautinni. Geir og Ingólfur fleyttu einnig alla leið og var staðan því ennþá hnífjöfn milli þeirra er komið var í lokabrautina, mýrina. Haukur Einarsson sat fastur í mýrinniBergur BergssonAllt í járnum fyrir síðustu brautHaukur gerði afdrifarík mistök er hann festi Hekluna í drullunni og missti því alla möguleika á sigri. ,,Þetta var skita þarna í mýrinni, maður á náttúrulega að klára þessa braut en það er bara svo erfitt að sjá út’’ sagði Haukur sem var þó nokkuð sáttur með þriðja sætið á Hellu. Sú breyting var gerð á mýrinni í ár að ökumenn verða að keyra stystu leið milli hliða. Auk þess fá ökumenn fleiri refsistig fyrir að snerta brautarmerkingar en hafa verið síðastliðin ár. Bæði Ingólfur og Geir Evert luku við mýrina en Ingólfur nældi sér í 120 refsistig fyrir að aka yfir stikur. Geir Evert virtist passa sig betur á stikunum og endaði uppi sem sigurvegari, aðeins 60 stigum á undan Ingólfi. ,,Ég sagði í vikunni að ég ætlaði að vinna, og að ég ætlaði loksins að standa við það, þannig ég gerði það’’ sagði Geir Evert sem var alveg í skýjunum með sigurinn. Geir hefur keppt í torfæru frá árinu 2015. Strax á fyrstu árum sínum í sportinu fór hann að keppa um verðlaunasæti en hann hafði þó aldrei landað sigri fyrr en nú. Fyrsta sætið þýðir að Geir tekur einnig forustuna í Íslandsmótinu. Geir Evert Grímsson fagnaði sínum fyrsta sigri í torfærukeppniBergur BergssonÓvænt úrslit í götubílaflokkiÍ flokki götubíla voru fjórir bílar skráðir. Flestir bjuggust við að Steingrímur Bjarnason á Strumpnum myndi ná sigri enda hefur hann verið að keppa síðan 1990. Steingrímur tók forustu strax í annari braut og lét hana ekki af hendi fyrr en komið var í ánna. Þar kom vatn inná vél bílsins og Steingrímur kláraði því ekki tímabrautina. Aðeins einn götubíll komst yfir ánna og var það nýliðinn Óskar Jónsson á Úlfinum. Óskar keyrði glæsilega alla keppnina og endaði uppi sem sigurvegari í sinni fyrstu keppni á nýsmíðuðum bíl. ,,Ég er gríðarlega sáttur, bæði með aksturinn og með bílinn’’ sagði Óskar en hann og hans lið hafa verið að smíða bílinn síðastliðin tvö ár. Chris Harris, þáttastjórnandi Top Gear, fleytti Heimasætunni yfir ánna á HelluBergur BergssonBretarnir stóðu sig velEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var breska ríkisútvarpið mætt á Sindratorfæruna. Tveir þáttastjórnendur Top Gear tóku þátt í keppninni og stóðu þeir sig með prýði. Þeim Chris Harris og Freddie Flintoff leist þó ekkert á blikuna eftir að hafa skoðað brautirnar um morguninn. ,,Ég skil þetta ekki, ég labbaði upp að brekkunum og hugsaði að það er ómögulegt að keyra bíl hérna upp’’ sagði krikkett kappinn Freddie Flintoff. Að lokum enduðu þeir í sjötta og sjöunda sæti og tókst Chris Harris meðal annars að fleyta Heimasætunni alla leið yfir ánna. Hér að neðan má sjá allt það helsta frá Sindratorfærunni og öll tilþrifin. Tilþrifaverðlaunin í sérútbúnaflokknum hlaut Aron Ingi Svansson á Stormi. Í götubílaflokki varð það Jakob Nielssen Kristjánsson sem sýndi mestu tilþrifin.
Íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira