Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. maí 2019 09:45 Kim virðist vera að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjamönnum. Asahi Shimbun/Getty Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent