Emil Hallfreðsson lék sinn fyrsta leik í sjö mánuði þegar Udinese gerði markalaust jafntefli við Inter á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Emil lék síðast með Frosinone í 3-2 tapi fyrir Torino 5. október í fyrra. Hann hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla síðan þá.
Hafnfirðingurinn gekk í raðir Udinese í lok febrúar og kom í fyrsta sinn við sögu hjá liðinu í kvöld. Emil kom inn á sem varamaður þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Hann lék áður með Udinese á árunum 2016-18.
Udinese er í 17. sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.
Inter er aftur á móti í 3. sætinu með 63 stig. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð.
Emil lék sinn fyrsta leik í sjö mánuði
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

