Atletico Madrid fékk skell gegn Espanyol á útivelli í spænsku La Liga deildinni í fótbolta.
Atletico hefur að litlu að keppa í spænsku úrvalsdeildinni, Barcelona er orðið meistari og Atletico er öruggt með Meistaradeildarsæti.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Diego Godin sjálfsmark og gaf heimamönnum í Espanyol forystu í hálfleik.
Borja Iglesias skoraði annað mark Espanyol á 52. mínútu og hann bætti svo öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna við á 89. mínútu úr vítaspyrnu.
Leiknum lauk með 3-0 sigri Espanyol sem er í 8. sæti deildarinnar.

