Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Ástandið í Austur-Kongó er grafalvarlegt og illa gengur að berjast gegn þessum erfiða faraldri. Vísir/AP Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“ Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“
Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira