Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:28 Það var mikill hiti í leiknum í Eyjum vísir/skjáskot Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42
Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13
Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15