Viðskiptaráðsmönnum úthýst úr umræðuhóp Orkunnar okkar Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 18:16 Frosti Sigurjónsson (t.v.) segir alla velkomna í hópinn, en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnari D. Ólafssyni var í dag rekinn úr umræðuhópnum vegna umsagnar Viðskiptaráðs. Samsett Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent