Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 31-32 | Selfoss komið í kjörstöðu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. maí 2019 22:45 vísir/bára Selfoss vann eins marks sigur á Val, 31-32, á Hlíðarenda í kvöld. Selfoss leiðir nú einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik hent Val í sumarfrí. Eins og í fyrri leiknum var þetta jafnt frá upphafi til enda. Bæði lið komu með sín áhlaup en aftur datt þetta Selfoss megin. Selfoss leiddi einnig með einu marki að fyrri hálfleik loknum, 15-16. Undir lok fyrri hálfleiks fengu fjórir leikmenn tveggja mínútna brottvísun, þrír af þeim fengu brottvísun fyrir að rífast við aðra leikmenn. Dómarar leiksins drógu línuna strax en þetta verður að teljast ansi ódýrar brottvísanir og mat margra að leyfa leikmönnum að sýna karakter. Enn Selfoss náði góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, tveimur fleiri. Þeir komust í þriggja marka forystu og fengu tækifæri á því að ná fjórða markinu. Valur snéri þá leiknum við og með 4-0 kafla tóku þeir forystuna í stöðunni 19-18. Jafnræði var með liðunum lungað af leiknum en þegar 10 mínútur voru til leiksloka var Selfoss með þriggja marka forystu, 24-27, Valur jafnaði í kjölfarið, 27-27. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, fékk beint rautt spjald eftir sóknarbrot. Hann sótti að marki Vals og gaf Alexander Erni Júlíussyni, olnbogaskot í andlitið. Brotið var ljótt og fékk Alexander stóran skurð undir augað. Enn leiknum lauk með eins marks sigri gestanna, 31-32, og Selfoss er komið í kjörstöðu og leiðir nú einvígið 2-0. Af hverju vann Selfoss? Þetta datt þeirra megin í kvöld. Þetta er einvígi tveggja frábærra liða og leikurinn í kvöld var jafn frá upphafi en Selfyssingar höfðu betur á endanum. Hverjir stóðu upp úr?Í liði Selfoss voru Elvar Örn Jónsson og Hergeir Grímsson með stórgóðan leik en það var Sölvi Ólafsson sem stóð uppúr í kvöld. Hann varði vel fyrir sitt lið þar af mörg dauðafæri. Anton Rúnarsson var heilt yfir einna bestur í liði Vals, hann var þar markahæstur með 9 mörk. Róbert Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en steig gríðalega upp í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Val. Það vantaði bara karakter í þeirra leik, þeir spiluðu fínan handbolta á köflum en klúðruðu mikið af dauðafærum sem kostaði þá leikinn.Hvað er framundan?Leikur þrjú er á mánudaginn á Selfossi þar sem heimamenn verða í kjörstöðu til að tryggja sig inní úrslitin. Patrekur er einbeittur fyrir næstu viðureignvísir/skjáskotPatti: Við týndum hjartanu í fimm mínútur, það hefði getað verið dýrt„Valur er frábært lið, síðasti leikur var alveg eins þar sem bæði lið eru að reyna að spila handbolta og gera það vel„ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss „Ég var hrikalega ánægður með okkur fram að stöðunni 15-18. Þá kom eitthvað kæruleysi og Valsarar nýta sér það auðvitað. Enn við vorum klókir í restina og sigldum þessu heim sem var mikilvægt.“ Selfoss náði góðri forystu í yfirtölunni í upphafi síðari hálfleiks en misstu hana síðan frá sér með kæruleysi segir Patti. Eftir leikhléið sem hann tók þéttu þeir varnarleikinn og náðu tökum á leiknum á ný „Við fórum að taka góðar ákvarðanir eftir það, vörnin þéttist og Sölvi var þannig séð góður allan leikinn. Þeir hafa auðvitað átt lélega leiki en hann er aldeilis að stíga upp á réttum tíma“ sagði Patti sem hrósar Sölva Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sinn leik. „Ég þarf að ljúga að sjálfum mér að við séum 2-0 undir, því að þetta er ekki búið og við vitum það alveg. Við þurfum að koma með geðveikt gott leikplan, þessa grimmd og þetta hjarta. Við týndum hjartanu í fimm mínútur og það hefði getað verið dýrt“ „Ég er ekki að ljúga því, ég ætla að byrja strax í kvöld að undirbúa leikinn á mánudaginn. Ég þarf að fá liðið mitt alveg upp á tærnar, það verður mitt verkefni“ Selfoss getur tryggt sæti sitt í úrslitum með sigri á mánudaginn en verkefni verður erfitt. Patrekur þakkar að lokum stuðninginn sem liðið fékk á Hlíðarenda í dag, það heyrðist varla í öðrum en Selfyssingum sem fylltu pallana og létu vel í sér heyra allan leikinn „Ég þarf að þakka fólkinu fyrir, við fylltum húsið af selfyssingum“ Guðlaugur segir þetta ekki búiðvísir/báraGulli: Erum með bakið upp við vegg„Þetta er gríðalega svekkjandi“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals „Við þurfum að fara vel yfir þetta og greina þetta vel. Við erum núna með bakið upp við vegg og þurfum bara að svara.“ sagði Gulli, ansi svekktur að leiks lokum en þeir eru nú komnir þétt upp við vegg og þurfa sigur á Selfossi „Það er rosalega stutt á milli þessara liða, við áttum okkar spretti og þeir áttu sína spretti“ Eins og áður var þetta leikur þar sem bæði lið komu með áhlaup og Gulli segir það stutt á milli í slíkum leikjum. Hann segist einna helst ósáttur með vörn og markvörslu en að það sé klárt mál að þetta sé ekki búið og að þeir ætli sér sigurinn á mánudaginn „Ég er ósáttur með að við vorum að leka of mikið varnarlega, okkur vantar uppá vörn, markvörslu og ákveðin klókindi sóknarlega“ „Það er bara klárt mál að við ætlum okkur að vinna“ sagði Gulli að lokum, bjartsýnn á næsta leikBræðurnir Ýmir Örn og Orri Freyr GíslasynirVísir/EyþórÝmir Örn: Þegar þú ert í Val þá er þetta bara svona„Þetta er rosalega súrt, sérstaklega að tapa tveimur leikjum í röð með einu marki“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals. „Þetta eru litlu hlutirnir sem hafa ekki verið að falla með okkur en falla með þeim“ sagði Ýmir „Við fáum á okkur 32 mörk á okkur í vörn, við erum ekki vanir að fá svona mörg mörk á okkur. Plús það að við erum að fara illa með dauðafærin, 4-5 í fyrri hálfleik og eitthvað álíka í seinni.“ sagði Ýmir sem segir ástæðuna fyrir tapinu í kvöld vera einna helst vörn og markvörsla „Það vantar bara herslumuninn hjá okkur, þetta eru tvö frábær lið, bæði lið eru að spila vel og þetta eru skemmtilegir leikir fyrir bæði áhorfendur og okkur, það er mjög skemmtilegt að spila þessa leiki“ sagði Ýmir en segir enn fremur það auðvitað ekki gaman þegar að þetta falli ekki með þeim Dómarar leiksins drógu línuna snemma og fengu Valsmenn 7 brottvísanir í leiknum. Ýmir segir að leikmenn Vals verði að fara að venjast þessu því að þetta sé ekki að fara að breytast neitt „Ég hef verið í Val helvíti lengi og þegar þú ert í Val þá er þetta bara svona. Svona hefur þetta bara alltaf verið, þetta breytist ekkert og við þurfum bara að vinna með þessu. Við þurfum að þagga niður í hvor öðrum og hætta að spjalla við þessa dómara, þetta er bara þeirra lína“ Alexander Örn Júlíusson, samherji Ýmis, fékk þungt högg á andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á andlitið og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, fékk beint rautt spjald fyrir brotið. Ýmir segist ekki hafa séð brotið og segir að honum sé alveg sama hvort Árni Steinn fái bann, hann vilji helst mæta sterkasta liði Selfoss á mánudaginn og vinna þá þannig „Ég sá brotið ekki almennilega, ég sá bara þennann svaðalega skurð þar sem að það blæddi og blæddi. Ég veit að hann er að láta sauma sig hjá einhverjum lækni en það er í lagi með hann“ „Við viljum hafa alla með, ætlum ekki að vinna þá þegar það vantar mann, við ætlum að vinna þá þegar þeir eru bestir.“ sagði Ýmir að lokum Olís-deild karla
Selfoss vann eins marks sigur á Val, 31-32, á Hlíðarenda í kvöld. Selfoss leiðir nú einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik hent Val í sumarfrí. Eins og í fyrri leiknum var þetta jafnt frá upphafi til enda. Bæði lið komu með sín áhlaup en aftur datt þetta Selfoss megin. Selfoss leiddi einnig með einu marki að fyrri hálfleik loknum, 15-16. Undir lok fyrri hálfleiks fengu fjórir leikmenn tveggja mínútna brottvísun, þrír af þeim fengu brottvísun fyrir að rífast við aðra leikmenn. Dómarar leiksins drógu línuna strax en þetta verður að teljast ansi ódýrar brottvísanir og mat margra að leyfa leikmönnum að sýna karakter. Enn Selfoss náði góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, tveimur fleiri. Þeir komust í þriggja marka forystu og fengu tækifæri á því að ná fjórða markinu. Valur snéri þá leiknum við og með 4-0 kafla tóku þeir forystuna í stöðunni 19-18. Jafnræði var með liðunum lungað af leiknum en þegar 10 mínútur voru til leiksloka var Selfoss með þriggja marka forystu, 24-27, Valur jafnaði í kjölfarið, 27-27. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, fékk beint rautt spjald eftir sóknarbrot. Hann sótti að marki Vals og gaf Alexander Erni Júlíussyni, olnbogaskot í andlitið. Brotið var ljótt og fékk Alexander stóran skurð undir augað. Enn leiknum lauk með eins marks sigri gestanna, 31-32, og Selfoss er komið í kjörstöðu og leiðir nú einvígið 2-0. Af hverju vann Selfoss? Þetta datt þeirra megin í kvöld. Þetta er einvígi tveggja frábærra liða og leikurinn í kvöld var jafn frá upphafi en Selfyssingar höfðu betur á endanum. Hverjir stóðu upp úr?Í liði Selfoss voru Elvar Örn Jónsson og Hergeir Grímsson með stórgóðan leik en það var Sölvi Ólafsson sem stóð uppúr í kvöld. Hann varði vel fyrir sitt lið þar af mörg dauðafæri. Anton Rúnarsson var heilt yfir einna bestur í liði Vals, hann var þar markahæstur með 9 mörk. Róbert Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en steig gríðalega upp í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Val. Það vantaði bara karakter í þeirra leik, þeir spiluðu fínan handbolta á köflum en klúðruðu mikið af dauðafærum sem kostaði þá leikinn.Hvað er framundan?Leikur þrjú er á mánudaginn á Selfossi þar sem heimamenn verða í kjörstöðu til að tryggja sig inní úrslitin. Patrekur er einbeittur fyrir næstu viðureignvísir/skjáskotPatti: Við týndum hjartanu í fimm mínútur, það hefði getað verið dýrt„Valur er frábært lið, síðasti leikur var alveg eins þar sem bæði lið eru að reyna að spila handbolta og gera það vel„ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss „Ég var hrikalega ánægður með okkur fram að stöðunni 15-18. Þá kom eitthvað kæruleysi og Valsarar nýta sér það auðvitað. Enn við vorum klókir í restina og sigldum þessu heim sem var mikilvægt.“ Selfoss náði góðri forystu í yfirtölunni í upphafi síðari hálfleiks en misstu hana síðan frá sér með kæruleysi segir Patti. Eftir leikhléið sem hann tók þéttu þeir varnarleikinn og náðu tökum á leiknum á ný „Við fórum að taka góðar ákvarðanir eftir það, vörnin þéttist og Sölvi var þannig séð góður allan leikinn. Þeir hafa auðvitað átt lélega leiki en hann er aldeilis að stíga upp á réttum tíma“ sagði Patti sem hrósar Sölva Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sinn leik. „Ég þarf að ljúga að sjálfum mér að við séum 2-0 undir, því að þetta er ekki búið og við vitum það alveg. Við þurfum að koma með geðveikt gott leikplan, þessa grimmd og þetta hjarta. Við týndum hjartanu í fimm mínútur og það hefði getað verið dýrt“ „Ég er ekki að ljúga því, ég ætla að byrja strax í kvöld að undirbúa leikinn á mánudaginn. Ég þarf að fá liðið mitt alveg upp á tærnar, það verður mitt verkefni“ Selfoss getur tryggt sæti sitt í úrslitum með sigri á mánudaginn en verkefni verður erfitt. Patrekur þakkar að lokum stuðninginn sem liðið fékk á Hlíðarenda í dag, það heyrðist varla í öðrum en Selfyssingum sem fylltu pallana og létu vel í sér heyra allan leikinn „Ég þarf að þakka fólkinu fyrir, við fylltum húsið af selfyssingum“ Guðlaugur segir þetta ekki búiðvísir/báraGulli: Erum með bakið upp við vegg„Þetta er gríðalega svekkjandi“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals „Við þurfum að fara vel yfir þetta og greina þetta vel. Við erum núna með bakið upp við vegg og þurfum bara að svara.“ sagði Gulli, ansi svekktur að leiks lokum en þeir eru nú komnir þétt upp við vegg og þurfa sigur á Selfossi „Það er rosalega stutt á milli þessara liða, við áttum okkar spretti og þeir áttu sína spretti“ Eins og áður var þetta leikur þar sem bæði lið komu með áhlaup og Gulli segir það stutt á milli í slíkum leikjum. Hann segist einna helst ósáttur með vörn og markvörslu en að það sé klárt mál að þetta sé ekki búið og að þeir ætli sér sigurinn á mánudaginn „Ég er ósáttur með að við vorum að leka of mikið varnarlega, okkur vantar uppá vörn, markvörslu og ákveðin klókindi sóknarlega“ „Það er bara klárt mál að við ætlum okkur að vinna“ sagði Gulli að lokum, bjartsýnn á næsta leikBræðurnir Ýmir Örn og Orri Freyr GíslasynirVísir/EyþórÝmir Örn: Þegar þú ert í Val þá er þetta bara svona„Þetta er rosalega súrt, sérstaklega að tapa tveimur leikjum í röð með einu marki“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals. „Þetta eru litlu hlutirnir sem hafa ekki verið að falla með okkur en falla með þeim“ sagði Ýmir „Við fáum á okkur 32 mörk á okkur í vörn, við erum ekki vanir að fá svona mörg mörk á okkur. Plús það að við erum að fara illa með dauðafærin, 4-5 í fyrri hálfleik og eitthvað álíka í seinni.“ sagði Ýmir sem segir ástæðuna fyrir tapinu í kvöld vera einna helst vörn og markvörsla „Það vantar bara herslumuninn hjá okkur, þetta eru tvö frábær lið, bæði lið eru að spila vel og þetta eru skemmtilegir leikir fyrir bæði áhorfendur og okkur, það er mjög skemmtilegt að spila þessa leiki“ sagði Ýmir en segir enn fremur það auðvitað ekki gaman þegar að þetta falli ekki með þeim Dómarar leiksins drógu línuna snemma og fengu Valsmenn 7 brottvísanir í leiknum. Ýmir segir að leikmenn Vals verði að fara að venjast þessu því að þetta sé ekki að fara að breytast neitt „Ég hef verið í Val helvíti lengi og þegar þú ert í Val þá er þetta bara svona. Svona hefur þetta bara alltaf verið, þetta breytist ekkert og við þurfum bara að vinna með þessu. Við þurfum að þagga niður í hvor öðrum og hætta að spjalla við þessa dómara, þetta er bara þeirra lína“ Alexander Örn Júlíusson, samherji Ýmis, fékk þungt högg á andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á andlitið og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, fékk beint rautt spjald fyrir brotið. Ýmir segist ekki hafa séð brotið og segir að honum sé alveg sama hvort Árni Steinn fái bann, hann vilji helst mæta sterkasta liði Selfoss á mánudaginn og vinna þá þannig „Ég sá brotið ekki almennilega, ég sá bara þennann svaðalega skurð þar sem að það blæddi og blæddi. Ég veit að hann er að láta sauma sig hjá einhverjum lækni en það er í lagi með hann“ „Við viljum hafa alla með, ætlum ekki að vinna þá þegar það vantar mann, við ætlum að vinna þá þegar þeir eru bestir.“ sagði Ýmir að lokum
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti