Segir forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 12:24 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira