Te & Kaffi geti betur einbeitt sér að kaffigerð með nýjum samningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 13:45 Útibú Te & Kaffi í jólabúning. FBL/ernir Þjónusta við kaffi- og vélbúnað Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði verður framvegis í höndum Innness, en fyrirtækin hafa undirritað samstarfssamning þess efnis. Hið sama mun gilda um meirihluta smásölumarkaðarins. Innnes verður dreifingaraðili á kaffivörum Te & Kaffi og jafnframt sjá um uppsetningu, þjónustu og viðhald á kaffivélum fyrirtækisins. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir í samskiptum við Vísi að samstarfið muni gera fyrirtækinu kleift að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi sinni, þ.e. framleiðslu og vöruþróun á kaffi, sem og rekstri kaffihúsa. Hann bætir við að breytingarnar muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsmannafjölda Te & Kaffis. Fjórir tæknimenn hafa starfað á þjónustuverkstæði fyrirtækisins, sem sinnt hefur verkefnunum sem nú færast til Innnes. „Einn þeirra mun halda áfram hjá okkur í hlutverki þjónustustjóra vegna kaffihúsanna, einn lætur af störfum í sumar sökum aldurs og tveir eru nú þegar komnir í vinnu hjá Innnes að sinna þeim viðskiptavinum sem Innnes tók yfir frá Te & Kaffi við gerð þessa samkomulags,“ segir Guðmundur. „Te & Kaffi rekur 14 kaffihús víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og eitt á Akureyri ásamt því að sjá um sölu og dreifingu á okkar framleiðslu í allar helstu matvöruverslanir landsins. Kaffihúsin og matvörumarkaðurinn eru mjög stór hluti heildarveltunnar. Þessum viðskiptum erum við að sinna sjálf alla daga hér hjá þessu 35 ára gamla fjölskyldufyrirtæki,“ segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Veitingastaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Þjónusta við kaffi- og vélbúnað Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði verður framvegis í höndum Innness, en fyrirtækin hafa undirritað samstarfssamning þess efnis. Hið sama mun gilda um meirihluta smásölumarkaðarins. Innnes verður dreifingaraðili á kaffivörum Te & Kaffi og jafnframt sjá um uppsetningu, þjónustu og viðhald á kaffivélum fyrirtækisins. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir í samskiptum við Vísi að samstarfið muni gera fyrirtækinu kleift að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi sinni, þ.e. framleiðslu og vöruþróun á kaffi, sem og rekstri kaffihúsa. Hann bætir við að breytingarnar muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsmannafjölda Te & Kaffis. Fjórir tæknimenn hafa starfað á þjónustuverkstæði fyrirtækisins, sem sinnt hefur verkefnunum sem nú færast til Innnes. „Einn þeirra mun halda áfram hjá okkur í hlutverki þjónustustjóra vegna kaffihúsanna, einn lætur af störfum í sumar sökum aldurs og tveir eru nú þegar komnir í vinnu hjá Innnes að sinna þeim viðskiptavinum sem Innnes tók yfir frá Te & Kaffi við gerð þessa samkomulags,“ segir Guðmundur. „Te & Kaffi rekur 14 kaffihús víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og eitt á Akureyri ásamt því að sjá um sölu og dreifingu á okkar framleiðslu í allar helstu matvöruverslanir landsins. Kaffihúsin og matvörumarkaðurinn eru mjög stór hluti heildarveltunnar. Þessum viðskiptum erum við að sinna sjálf alla daga hér hjá þessu 35 ára gamla fjölskyldufyrirtæki,“ segir framkvæmdastjórinn ennfremur.
Veitingastaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira