Akurey í Kollafirði friðlýst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 10:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritar friðlýsinguna á bak umhverfisráðherra. Í baksýn má sjá Akrafjallið og Akranes auk þess sem glittir í Akurey. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira