Skrifuðu ekki undir bókun um þjónustu við flóttafólk Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. maí 2019 07:30 Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir tóku ekki undir bókun borgarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira