Skrifuðu ekki undir bókun um þjónustu við flóttafólk Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. maí 2019 07:30 Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir tóku ekki undir bókun borgarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?