Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi.
Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði.
Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp.
„Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark.
Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.

Yfirheyrður í sex klukkustundir
Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn.Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins.
Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða.