Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2019 21:00 Haraldur Benediktsson, strandveiðisjómaður á Sæbergi HF-112. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00