Lærðu að veiða urriðann á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2019 16:18 Þorsteinn Stefánsson þekkir Þingvallavatn afar vel og hefur veitt marga stóra urriða í vatninu Mynd: Birkir Harðarson Nú berast nær daglega fréttir af góðri urriðaveiði í Þingvallavatni og það eru margir sem vilja ekkert annað en að ná einum slíkum. Það stendur til að ráða bót á því með námskeiði sem er til þess fallið að kenna þér að veiða stóru urriðana á Þingvöllum. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur í samstarfi við Þorstein Stefánsson sem ætla að blása til sannkallaðrar urriða veiði veislu á Þingvöllum 11. og 12. maí. Þorsteinn Stefánsson og nokkrir vel valdir urriða veiðimenn verða með kennslu í hvernig á að bera sig að í því að veiða risavaxna urriða á Þingvöllum. Dagskráin er eftirfarandi: 11. maí klukkan 18:00 í höfuðstöðvum SVFR.Veiðistaðalýsing á Þjóðgarðinum og nokkrum vel völdum leynistöðum. Veiðibúnaður, stangir, hjól, línur, undirlínug og að sjálfsögðu flugur og aftur flugur. 12. maí klukkan 15:00 á bílastæðinu við VatnskotVeitt fram á kvöld víðsvegar í Þjóðgarðinum undir handleiðslu Þorsteins og fleiri. Námskeiðið kostar 14.900 kr,- og er skráning á skrifstofu SVFR eða í tölvupósti svfr@svfr.is Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði
Nú berast nær daglega fréttir af góðri urriðaveiði í Þingvallavatni og það eru margir sem vilja ekkert annað en að ná einum slíkum. Það stendur til að ráða bót á því með námskeiði sem er til þess fallið að kenna þér að veiða stóru urriðana á Þingvöllum. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur í samstarfi við Þorstein Stefánsson sem ætla að blása til sannkallaðrar urriða veiði veislu á Þingvöllum 11. og 12. maí. Þorsteinn Stefánsson og nokkrir vel valdir urriða veiðimenn verða með kennslu í hvernig á að bera sig að í því að veiða risavaxna urriða á Þingvöllum. Dagskráin er eftirfarandi: 11. maí klukkan 18:00 í höfuðstöðvum SVFR.Veiðistaðalýsing á Þjóðgarðinum og nokkrum vel völdum leynistöðum. Veiðibúnaður, stangir, hjól, línur, undirlínug og að sjálfsögðu flugur og aftur flugur. 12. maí klukkan 15:00 á bílastæðinu við VatnskotVeitt fram á kvöld víðsvegar í Þjóðgarðinum undir handleiðslu Þorsteins og fleiri. Námskeiðið kostar 14.900 kr,- og er skráning á skrifstofu SVFR eða í tölvupósti svfr@svfr.is
Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði