Fótbolti

Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo með markvörðinn Gianluigi Buffon á milli sín.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo með markvörðinn Gianluigi Buffon á milli sín. Getty/Christopher Lee
Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að CristianoRonaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið.

Eins og oft áður fylgjast þessir miklu knattspyrnusnillingar að og um leið karpar knattspyrnuheimurinn um það hvor þeirra sé betri og þá um leið mögulega besti knattspyrnumaður allra tíma.



Lionel Messi hefur skorað öll mörkin sín fyrir Barcelona en Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrir fjögur mismunandi félög eða Sporting Lissabon, Manchester United, Real Madrid og Juventus.

Messi er yngri en Ronaldo og þurftu 118 færri leiki til að ná þessu takmarki. 600. mark Messi kom í leik númer 684 en Ronaldo rauf 600 marka múrinn í leik númer 800.





Messi skoraði sitt 600. mark fyrir Barcelona nákvæmlega fjórtán árum eftir að hann gerði það fyrsta vorið 2005. Messi hefur skorað 12 mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og er alls með 48 mörk og 22 stoðsendingar í öllum keppnum.

Barcelona er orðið spænskur meistari, er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og spilar til úrslita í spænsku bikarkeppninni á móti Valencia.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×