Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í þriggja daga heimsókn í Bretlandi. Í dag hitti hún Jeremy Corbyn í breska þinghúsinu. Mynd/Halla Gunnarsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar. Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar.
Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira