Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:00 Julian Assange áður en hann kom fyrir dóm í dag. vísir/epa Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31