Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Verslunin Rimlakjör hefur verið starfrækt lengi á Litla-Hrauni. Þar eru föngum útvegaðar sígarettur. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira