Rúnar Páll: Þvílíkt einbeitingarleysi í þessum mörkum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. maí 2019 19:41 Rúnar Páll Sigmundsson vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tap sinna manna gegn KA í dag. Hann sagði einbeitingarleysi hafa orsakað tapið í dag. „Mjög svekkjandi. Við missum þennan leik niður á einhverjum 10 mínútna kafla og það er hrikalega dapurt hjá okkur og þetta er þvílíkt einbeitingarleysi í þessum mörkum. Við ráðum nánast öllum leiknum og við missum einbeitinguna, ég skil eiginlega ekki hvað gerist í þessum 2 mörkum en það gerir það að verkum að við töpum hér í dag.” „Við vorum með gífurlegan sóknarþunga bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik á KA-mönnum sem vörðust gríðarlega vel. En við þurfum að nýta færin okkar betur.” Hann segir það visst áhyggjuefni hjá sínum mönnum þessi sofandaháttur í byrjun seinni hálfleiks. „Já þetta er áhyggjuefni. Við töluðum um það í hálfleiknum að koma klárir en við stjórnum leiknum og þegar lið stjórna leikjum þá er oft hætta að fá á sig mörk úr skyndisóknum þegar menn eru værukærir og það er það sem gerðist hjá okkur í dag.” Það gekk lítið upp hjá Stjörnumönnum en þeir settu boltann tvisvar í slánna og einu sinni í stöngina. Rúnar var sammála því að þetta hafi verið óheppnisdagur og lítið gengið upp en sagði að menn þurfa bara að fara upp með hausinn og gera betur í næsta leik gegn Skagamönnum. „Eigum við ekki bara að segja það? Neinei nú er það bara upp með hausinn og næsti leikur. Við töpum eins og önnur lið og við þurfum bara að sjá hvernig við tökumst á við það. Erfiður leikur framundan í næsta leik gegn öflugu Skagaliði,” sagði Rúnar Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tap sinna manna gegn KA í dag. Hann sagði einbeitingarleysi hafa orsakað tapið í dag. „Mjög svekkjandi. Við missum þennan leik niður á einhverjum 10 mínútna kafla og það er hrikalega dapurt hjá okkur og þetta er þvílíkt einbeitingarleysi í þessum mörkum. Við ráðum nánast öllum leiknum og við missum einbeitinguna, ég skil eiginlega ekki hvað gerist í þessum 2 mörkum en það gerir það að verkum að við töpum hér í dag.” „Við vorum með gífurlegan sóknarþunga bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik á KA-mönnum sem vörðust gríðarlega vel. En við þurfum að nýta færin okkar betur.” Hann segir það visst áhyggjuefni hjá sínum mönnum þessi sofandaháttur í byrjun seinni hálfleiks. „Já þetta er áhyggjuefni. Við töluðum um það í hálfleiknum að koma klárir en við stjórnum leiknum og þegar lið stjórna leikjum þá er oft hætta að fá á sig mörk úr skyndisóknum þegar menn eru værukærir og það er það sem gerðist hjá okkur í dag.” Það gekk lítið upp hjá Stjörnumönnum en þeir settu boltann tvisvar í slánna og einu sinni í stöngina. Rúnar var sammála því að þetta hafi verið óheppnisdagur og lítið gengið upp en sagði að menn þurfa bara að fara upp með hausinn og gera betur í næsta leik gegn Skagamönnum. „Eigum við ekki bara að segja það? Neinei nú er það bara upp með hausinn og næsti leikur. Við töpum eins og önnur lið og við þurfum bara að sjá hvernig við tökumst á við það. Erfiður leikur framundan í næsta leik gegn öflugu Skagaliði,” sagði Rúnar Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira