Fótbolti

Misjafnt gengi Suðurnesjamannanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi lék allan leikinn á vinstri kantinum hjá Malmö gegn Kalmar.
Arnór Ingvi lék allan leikinn á vinstri kantinum hjá Malmö gegn Kalmar. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö sem lagði Kalmar að velli, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Malmö er með eins stigs forskot á Häcken á toppi deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum af fyrstu tíu deildarleikjum sínum.

Arnór Ingvi hefur skorað tvö mörk og lagt upp þrjú í deildinni á tímabilinu.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior sem laut í lægra haldi, 2-1, fyrir Waalwijk í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í hollensku úrvalsdeildinni.

Elías var tekinn af velli þegar 14 mínútur voru eftir. Mikael Neville Anderson sat allan tímann á bekknum hjá Excelsior.

Seinni leikur Excelsior og Waalwijk fer fram á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×