Grótta sótti þrjú stig til Akureyrar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 18:25 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Sjá meira
Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn