Stöndum í lappirnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun