Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. maí 2019 07:00 Þórhildur Sunna og Björn Leví, þingmenn Pírata. Vísir/vilhelm Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. Torskilinn munur á afstöðu nefndarinnar til ummæla þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu. „Þessi niðurstaða vekur ótal spurningar. Það út af fyrir sig er ótrúverðugt,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar í fyrra. Jón, sem var formaður starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórnmálum, segir siðanefndina hafa túlkað orð Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti og að erfitt sé að fylgja röksemdafærslu nefndarinnar. Niðurstaðan sé ótrúverðug. Meðal þess sem torskiljanlegt kann að þykja er hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Leví Gunnarsson sé innan marka siðareglna en Þórhildur Sunna ekki. Siðanefndin telur óljóst hvort Björn Leví fullyrði í ummælum á Facebook að Ásmundur sé þjófur eða hvort hann kalli eftir rannsókn á hvort hann sé þjófur. „Ruglingsleg ummæli Björns Levís um hvort Ásmundur væri þjófur – þar sem hann í sömu andránni kallar Ásmund þjóf en segir jafnframt að hann sé ekki að halda því fram að hann sé þjófur – má skoða í því ljósi. Með tilgreindum ummælum hafi hann verið að útskýra að í beiðni um rannsókn felist viss ásökun og hann tekur fram að beiðnin lúti að öllum þingmönnum sem þegið hafa endurgreiðslur vegna aksturs.“ Með þessum rökum kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að Björn Leví sé innan marka siðareglnanna. Um önnur ummæli Björns Levís á Facebook þar sem hann vísar til „brots“ Ásmundar segir siðanefndin að „[þ]ótt hugtakið „brot“ kunni að hljóma harkalega verður ekki framhjá því litið að reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar þingmanna veita umtalsvert svigrúm og að í þeim geti verið „grá svæði“.“ Þá vísar nefndin til erindis Ásmundar til forsætisnefndar þess efnis að honum hefði orðið ljóst að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Svo segir í niðurstöðu siðanefndarinnar: „Að framansögðu er það mat siðanefndar að Björn Leví Gunnarsson hafi haldið sig innan þess svigrúms sem þingmenn hafa til að leggja fram gagnrýni hver á annan.“ Öðru máli gegnir hins vegar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. [...] Þá telur siðanefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöllunar, fela í sér ásökun um að viðkomandi þingmaður hafi brugðist því trúnaðarhlutverki sem þingmönnum er falið við fjárstjórnarvald Alþingis með refsiverðu broti er varðar jafnvel fangelsi, ekki í samræmi við þann ásetning þingmanna að rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.“Hin umdeildu ummæli þingmannannaNokkur af ummælum Björns Levís: Okt. 2018: Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik [tilvísun í frétt] en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna. Nóv. 2018: Hvað ásökunina varðar. Ég get ekki sent inn erindi þar sem ég óska eftir rannsókn án þess að í því felist ásökun. Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt. Nóv. 2018: Hversu heppilegt er að innleiðingu reglna um notkun bílaleigubíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kominn á bílaleigubíl – eftir að það var búið að vekja athygli á brotinu?Ummæli Þórhildar Sunnu, 25. febrúar 2018: Við sjáum það að ráðherrar þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum, þingmenn þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum. Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. Torskilinn munur á afstöðu nefndarinnar til ummæla þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu. „Þessi niðurstaða vekur ótal spurningar. Það út af fyrir sig er ótrúverðugt,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar í fyrra. Jón, sem var formaður starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórnmálum, segir siðanefndina hafa túlkað orð Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti og að erfitt sé að fylgja röksemdafærslu nefndarinnar. Niðurstaðan sé ótrúverðug. Meðal þess sem torskiljanlegt kann að þykja er hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Leví Gunnarsson sé innan marka siðareglna en Þórhildur Sunna ekki. Siðanefndin telur óljóst hvort Björn Leví fullyrði í ummælum á Facebook að Ásmundur sé þjófur eða hvort hann kalli eftir rannsókn á hvort hann sé þjófur. „Ruglingsleg ummæli Björns Levís um hvort Ásmundur væri þjófur – þar sem hann í sömu andránni kallar Ásmund þjóf en segir jafnframt að hann sé ekki að halda því fram að hann sé þjófur – má skoða í því ljósi. Með tilgreindum ummælum hafi hann verið að útskýra að í beiðni um rannsókn felist viss ásökun og hann tekur fram að beiðnin lúti að öllum þingmönnum sem þegið hafa endurgreiðslur vegna aksturs.“ Með þessum rökum kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að Björn Leví sé innan marka siðareglnanna. Um önnur ummæli Björns Levís á Facebook þar sem hann vísar til „brots“ Ásmundar segir siðanefndin að „[þ]ótt hugtakið „brot“ kunni að hljóma harkalega verður ekki framhjá því litið að reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar þingmanna veita umtalsvert svigrúm og að í þeim geti verið „grá svæði“.“ Þá vísar nefndin til erindis Ásmundar til forsætisnefndar þess efnis að honum hefði orðið ljóst að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Svo segir í niðurstöðu siðanefndarinnar: „Að framansögðu er það mat siðanefndar að Björn Leví Gunnarsson hafi haldið sig innan þess svigrúms sem þingmenn hafa til að leggja fram gagnrýni hver á annan.“ Öðru máli gegnir hins vegar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. [...] Þá telur siðanefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöllunar, fela í sér ásökun um að viðkomandi þingmaður hafi brugðist því trúnaðarhlutverki sem þingmönnum er falið við fjárstjórnarvald Alþingis með refsiverðu broti er varðar jafnvel fangelsi, ekki í samræmi við þann ásetning þingmanna að rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.“Hin umdeildu ummæli þingmannannaNokkur af ummælum Björns Levís: Okt. 2018: Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik [tilvísun í frétt] en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna. Nóv. 2018: Hvað ásökunina varðar. Ég get ekki sent inn erindi þar sem ég óska eftir rannsókn án þess að í því felist ásökun. Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt. Nóv. 2018: Hversu heppilegt er að innleiðingu reglna um notkun bílaleigubíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kominn á bílaleigubíl – eftir að það var búið að vekja athygli á brotinu?Ummæli Þórhildar Sunnu, 25. febrúar 2018: Við sjáum það að ráðherrar þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum, þingmenn þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum. Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15
Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30
„Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49