Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin mæta Kiel í úrslitum EHF bikarsins í handbolta. Refirnir unnu Porto í undanúrslitunum í kvöld.
Füchse Berlin vann fjögurra marka sigur 24-20 og var með yfirhöndina allan seinni hálfleik eftir að hafa leitt 12-9 í hálfleik. Porto náði aldrei að vera yfir í leiknum.
Bjarki Már skoraði þrjú marka Berlínarliðsins, Paul Drux var markahæstur með sex.
Füchse Berlin mætir því Kiel í úrslitunum á morgun, laugardag.
Bjarki Már mætir Alfreð í úrslitunum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn