Iker Casillas fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto á dögunum og það fer ekkert á milli mála að þar liggur aðalástæðan fyrir því að þessi 37 ára markvörður kveður fótboltann á þessum tímapunkti.
Casillas fékk hjartaáfallið 1. maí en var útskrifaður af sjúkrahúsi 6. maí. Batahorfur voru góðar og það var búist við því að hann næði sér að fullu.
'O Jogo': Casillas anunciará en breve su retirada https://t.co/Lu2uD4XOJu
— MARCA (@marca) May 17, 2019
Iker Casillas hefur spilað yfir þúsund leiki á ferlinum og unnið alla titla í boði.
Hann var fyrirliði spænska landsliðsins sem varð Evrópumeistari 2008, heimsmeistari 2010 og Evrópumeistari 2012.
Casillas spilaði með Real Madrid frá 1999 til 2015 en hefur spilað með Porto frá 2015.
Iker Casillas vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, heimsmeistarakeppni félagslið einu sinni og spænsku deildina fimm sinnum. Hann varð líka portúgalskur meistari með Porto.
167 Spain caps
5 La Ligas
3 Champions Leagues
1 World Cup
Farewell to one of the world's greatest ever goalkeepers - you will be missed, Iker https://t.co/oMwH0YFzYU
— GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 17, 2019