Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 09:00 Loreen hin sænska fagnar sigri árið 2012 í Aserbaídsjan. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. Þrisvar á þessari öld, og sjö sinnum í heildina, hefur sigurlagið setið í sæti númer sautján úrslitakvöldið en almennt er viðurkennt að betra sé að vera í seinni hlutanum en þeim fyrri. Eurovision hefur tekið miklum breytingum í seinni tíð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað til muna þannig að 17. sæti árið 1980 var þriðja síðasta sætið. Undanfarin ár, þegar 26 þjóðir hafa keppt í úrslitum, er sætið rétt fyrir aftan miðju. Fyrirkomulagið varðandi hvernig atriðin raðast er blanda af lukku og ákvörðun gestgjafans. Þannig dró Klemens Nikulás Hannigan miða eftir fyrra undanúrslitakvöldið þar sem fram kom að Ísland væri í seinni hlutanum. Síðan er það ákvörðun sjónvarpsfólksins í Ísrael hvernig löndin raðast í fyrri og seinni hlutann. Af þeim þjóðum sem taldar eru líklegastar til að vinna annað kvöld þá eru Hollendingar taldir langsigurstranglegastir með 44% líkur á sigri. Söngvari þeirra, Duncan Laurence er tólfti á svið, en Svíinn John Lundvik er níundi á svið. Aserbaídsjan er 20. á svið, Ítalir 22. atriði, Sviss 24. á svið og Ástralir 25. og næstsíðastir. Öllum þjóðunum er spáð velgengni á laugardagskvöldið.Töluverðar greiningar hafa verið gerðar á röðun laganna í gegnum tíðina og kennir ýmissa grasa. Lagið sem er númer tvö í röðinni úrslitakvöldið hefur til dæmis aldrei unnið keppnina. Sé litið til árangurs frá árinu 2003 hefur átjánda sætið skilað flestum stigum í heildina en annað sætið fæstum. Þá þykir ekki vænlegt til árangurs að vera með rólega ballöðu snemma í keppninni. Ef þú ert með lag í fyrri hlutanum er betra að það sé á góðu tempói. En á öllu þessu eru undantekningar. Atriðin sjö sem sigrað hafa í Eurovision í 17. sæti eru Íslendingum mörg hver að góðu kunn. Hlusta má á nokkur hér að neðan. Johnny Logan fyrir Írland með What's Another Year árið 1980Lordi fyrir Finnland með Hard Rock Hallelujah árið 2006Marija Serifovic fyrir Serbíu með Molitva árið 2007Loreen fyrir Svíþjóð með Euphoria árið 2012. Eurovision Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. Þrisvar á þessari öld, og sjö sinnum í heildina, hefur sigurlagið setið í sæti númer sautján úrslitakvöldið en almennt er viðurkennt að betra sé að vera í seinni hlutanum en þeim fyrri. Eurovision hefur tekið miklum breytingum í seinni tíð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað til muna þannig að 17. sæti árið 1980 var þriðja síðasta sætið. Undanfarin ár, þegar 26 þjóðir hafa keppt í úrslitum, er sætið rétt fyrir aftan miðju. Fyrirkomulagið varðandi hvernig atriðin raðast er blanda af lukku og ákvörðun gestgjafans. Þannig dró Klemens Nikulás Hannigan miða eftir fyrra undanúrslitakvöldið þar sem fram kom að Ísland væri í seinni hlutanum. Síðan er það ákvörðun sjónvarpsfólksins í Ísrael hvernig löndin raðast í fyrri og seinni hlutann. Af þeim þjóðum sem taldar eru líklegastar til að vinna annað kvöld þá eru Hollendingar taldir langsigurstranglegastir með 44% líkur á sigri. Söngvari þeirra, Duncan Laurence er tólfti á svið, en Svíinn John Lundvik er níundi á svið. Aserbaídsjan er 20. á svið, Ítalir 22. atriði, Sviss 24. á svið og Ástralir 25. og næstsíðastir. Öllum þjóðunum er spáð velgengni á laugardagskvöldið.Töluverðar greiningar hafa verið gerðar á röðun laganna í gegnum tíðina og kennir ýmissa grasa. Lagið sem er númer tvö í röðinni úrslitakvöldið hefur til dæmis aldrei unnið keppnina. Sé litið til árangurs frá árinu 2003 hefur átjánda sætið skilað flestum stigum í heildina en annað sætið fæstum. Þá þykir ekki vænlegt til árangurs að vera með rólega ballöðu snemma í keppninni. Ef þú ert með lag í fyrri hlutanum er betra að það sé á góðu tempói. En á öllu þessu eru undantekningar. Atriðin sjö sem sigrað hafa í Eurovision í 17. sæti eru Íslendingum mörg hver að góðu kunn. Hlusta má á nokkur hér að neðan. Johnny Logan fyrir Írland með What's Another Year árið 1980Lordi fyrir Finnland með Hard Rock Hallelujah árið 2006Marija Serifovic fyrir Serbíu með Molitva árið 2007Loreen fyrir Svíþjóð með Euphoria árið 2012.
Eurovision Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira