Skuldirnar greiddar í tæka tíð Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 18:15 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira