Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild í kvöld eftir árekstur við fólksbíl á Sæbraut við listaverkið Sólfarið í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu átti áreksturinn sér stað um klukkan hálf níu í kvöld. Svo virðist sem að ökumaður bifhjólsins hafi sloppið nokkuð vel frá árekstrinum.
Ekki var hægt að veita frekari upplýsingar um ástand ökumannsins eða tildrög árekstursins.
Árekstur bíls og bifhjóls við Sólfarið
Kjartan Kjartansson skrifar
