41 árs og á leiðinni á sitt sjöunda heimsmeistaramót í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:00 Formiga hefur tekið þátt í sex heimsmeistaramótum og keppt á sex Ólympíuleikum. Getty/Mark Kolbe Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira