„Dóttir mín var farin að segja að hún vildi verða stór eins og mamma“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 11:45 Sylvía segist hafa notað mat sem huggun - hún hafi greinst með fæðingarþunglyndi og liðið illa á bæði líkama og sál. Skjáskot/Stöð 2 Sylvía Haukdal, menntaður eftirréttakokkur og tveggja barna móðir, var orðin 112 kíló og hætt að geta leikið við dætur sínar þegar hún ákvað að taka sig á. Hún fór í svokallaða magaermisaðgerð og hefur nú lést um 40 kíló. Sylvía lýsti ferlinu í þættinum Íslandi í dag sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Eftir að hafa prófað alla megrunarkúra sem í boði eru án árangurs ákvað hún að skella sér í aðgerðina, sem Sylvía segir hafa veitt sér nýtt líf. „Dóttir mín var farin að segja að hún vildi verða stór eins og mamma og fannst mamma náttúrulega flottust, þá var ég svolítið slegin í andlitið, að ég væri kannski ekki besta fyrirmyndin í því ástandi sem ég var þá, líkamlega og andlega. Þú vilt geta leikið við börnin þín og gert allt með þeim. Þú átt að vera þessi heilbrigða fyrirmynd fyrir þau.“ Sylvía greindist með meðgönguþunglyndi þegar hún gekk með dóttur sína og segir að á sama tíma hafi hún áttað sig á því að henni hafi ekki liðið vel í langan tíma. Hún hafi þá notað mat sem huggun.Pakksödd eftir eitt egg Þá segist hún hafa verið meðvituð um áhættuna sem fylgir því að fara í stóra aðgerð af þessum toga en segir lækna sína alltaf hafa staðið þétt við bakið á sér. Móðir Sylvíu fylgdi henni út til Svíþjóðar þar sem hún dvaldi í nokkra daga eftir aðgerð og segir Sylvía að stuðningur móður sinnar hafi verið ómetanlegur. „Þetta fannt mér vera leiðin, að gera þetta svona, þetta var náttúrulega ógeðslega dýrt en bara samt svo þess virði. Ég lifi lengur og er hamingjusamari fyrir vikið.“En hvernig gekk Sylvíu að aðlagast því að geta ekki borðað allt sem hún hafði verið vön að borða?„Fyrstu dagarnir voru skrautlegir. Maður er fyrstu tvær vikurnar á fljótandi fæði og er ráðlagt að vera undir 5 prósentum í sykri,“ segir Sylvía. „Þetta var rosalega leiðinlegur tími.“ Þá hafa matarskammtar Sylvíu rýrnað töluvert eftir aðgerðina, sem minnkar umfang magans um nær 90 prósent. „Besta lýsingin er: eitt spælt egg, þá er ég orðin pakksödd.“Innslagið um Sylvíu má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Sylvía Haukdal, menntaður eftirréttakokkur og tveggja barna móðir, var orðin 112 kíló og hætt að geta leikið við dætur sínar þegar hún ákvað að taka sig á. Hún fór í svokallaða magaermisaðgerð og hefur nú lést um 40 kíló. Sylvía lýsti ferlinu í þættinum Íslandi í dag sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Eftir að hafa prófað alla megrunarkúra sem í boði eru án árangurs ákvað hún að skella sér í aðgerðina, sem Sylvía segir hafa veitt sér nýtt líf. „Dóttir mín var farin að segja að hún vildi verða stór eins og mamma og fannst mamma náttúrulega flottust, þá var ég svolítið slegin í andlitið, að ég væri kannski ekki besta fyrirmyndin í því ástandi sem ég var þá, líkamlega og andlega. Þú vilt geta leikið við börnin þín og gert allt með þeim. Þú átt að vera þessi heilbrigða fyrirmynd fyrir þau.“ Sylvía greindist með meðgönguþunglyndi þegar hún gekk með dóttur sína og segir að á sama tíma hafi hún áttað sig á því að henni hafi ekki liðið vel í langan tíma. Hún hafi þá notað mat sem huggun.Pakksödd eftir eitt egg Þá segist hún hafa verið meðvituð um áhættuna sem fylgir því að fara í stóra aðgerð af þessum toga en segir lækna sína alltaf hafa staðið þétt við bakið á sér. Móðir Sylvíu fylgdi henni út til Svíþjóðar þar sem hún dvaldi í nokkra daga eftir aðgerð og segir Sylvía að stuðningur móður sinnar hafi verið ómetanlegur. „Þetta fannt mér vera leiðin, að gera þetta svona, þetta var náttúrulega ógeðslega dýrt en bara samt svo þess virði. Ég lifi lengur og er hamingjusamari fyrir vikið.“En hvernig gekk Sylvíu að aðlagast því að geta ekki borðað allt sem hún hafði verið vön að borða?„Fyrstu dagarnir voru skrautlegir. Maður er fyrstu tvær vikurnar á fljótandi fæði og er ráðlagt að vera undir 5 prósentum í sykri,“ segir Sylvía. „Þetta var rosalega leiðinlegur tími.“ Þá hafa matarskammtar Sylvíu rýrnað töluvert eftir aðgerðina, sem minnkar umfang magans um nær 90 prósent. „Besta lýsingin er: eitt spælt egg, þá er ég orðin pakksödd.“Innslagið um Sylvíu má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira