Blautt og hlýtt sumar í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 10:12 Sumarið verður blautt og heitt, ef marka má spá Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Vísir/vilhelm Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár. Veður Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár.
Veður Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira