Pepsi Max-mörk kvenna: Flögguð rangstæð með fimm varnarmenn fyrir innan sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2019 16:00 Áhugvert atvik kom upp í leik ÍBV og Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta um síðustu umferð deildarinnar þegar að Margrét Árnadóttir, sóknarmaður norðankvenna, var flögguð rangstæð eftir fallega sendingu Láru Kristínar Pedersen inn fyrir vörnina. Sjaldan ef aldrei hefur einn leikmaður verið jafn réttstæður því það voru ekki nema fimm leikmenn Eyjakvenna sem að stóðu aftar á vellinum en Margrét. Aðstoðardómarinn Kjartan Már Másson var aftur á móti lítið að fylgjast með og lyfti flaggi sínu. „Það er mjög lélegt að dæma þarna rangstöðu. Það er fjöldi leikmanna þarna fyrir innan sóknarmanninn,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, sérfræðingur Pepsi Max-marka kvenna í þætti gærkvöldi. „Það eru ekki einn, ekki tveir, ekki þrír, ekki fjórir heldur fimm leikmenn sem spila hana réttstæða,“ bætti Edda Garðarsdóttir við. Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, sagðist sjá svona mistök alltof oft og spurði sérfræðinga sína hvort dómarar í deildinni og aðstoðarmenn þeirra þyrftu ekki að fara að taka sig taki. „Ég er alveg sammála því. Það hefur oft verið gagnrýnt og sú gagnrýni hefur átt rétt á sér að oft eru ekki bestu dómararnir né bestu línuverðirnir að dæma kvennaleikina. Það er að sýna sig að það hefur lítið breyst,“ „Þetta þarf að fylgja með. Við erum að kalla eftir því að kvennaknattspyrnan sé betri og auðvitað þurfa dómararnir að fylgja með þar til þess að gæði leiksins geti aukist,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Áhugvert atvik kom upp í leik ÍBV og Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta um síðustu umferð deildarinnar þegar að Margrét Árnadóttir, sóknarmaður norðankvenna, var flögguð rangstæð eftir fallega sendingu Láru Kristínar Pedersen inn fyrir vörnina. Sjaldan ef aldrei hefur einn leikmaður verið jafn réttstæður því það voru ekki nema fimm leikmenn Eyjakvenna sem að stóðu aftar á vellinum en Margrét. Aðstoðardómarinn Kjartan Már Másson var aftur á móti lítið að fylgjast með og lyfti flaggi sínu. „Það er mjög lélegt að dæma þarna rangstöðu. Það er fjöldi leikmanna þarna fyrir innan sóknarmanninn,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, sérfræðingur Pepsi Max-marka kvenna í þætti gærkvöldi. „Það eru ekki einn, ekki tveir, ekki þrír, ekki fjórir heldur fimm leikmenn sem spila hana réttstæða,“ bætti Edda Garðarsdóttir við. Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, sagðist sjá svona mistök alltof oft og spurði sérfræðinga sína hvort dómarar í deildinni og aðstoðarmenn þeirra þyrftu ekki að fara að taka sig taki. „Ég er alveg sammála því. Það hefur oft verið gagnrýnt og sú gagnrýni hefur átt rétt á sér að oft eru ekki bestu dómararnir né bestu línuverðirnir að dæma kvennaleikina. Það er að sýna sig að það hefur lítið breyst,“ „Þetta þarf að fylgja með. Við erum að kalla eftir því að kvennaknattspyrnan sé betri og auðvitað þurfa dómararnir að fylgja með þar til þess að gæði leiksins geti aukist,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira