„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 19:45 Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí. Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí.
Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira