Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 14:43 Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður. Hún gagnrýnir séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju fyrir framgöngu sína síðustu daga. Mynd/Samsett Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, um kynferðislega áreitni furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. Vonast hún til þess að biskupi takist að veita séra Ólafi lausn úr embætti vegna siðferðisbrota hans gegn tveimur kvennanna, sem staðfest hafa verið í nefndum þjóðkirkjunnar.Aldrei séð aðra eins „valdníðslu“ Einar Gautur Steingrímsson lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar sóknarprests í Grensáskirkju sagði í samtali við Mbl í gærkvöldi að hann hefði „aldrei séð eins mikla valdníðslu í nokkru máli“ á sínum ferli. Vísaði hann þar til þess að biskup Íslands hefði óskað eftir því við séra Ólaf að hann sneri ekki aftur til starfa í embætti sóknarprests Grensáskirkju út maímánuð, eða þar til embættið verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Kvaðst Ólafur ekki ætla að verða við þeirri ósk biskups og hyggst hann hefja störf að nýju eftir að biskup vék honum tímabundið úr embætti í byrjun desember síðastliðnum. Nefnd um réttindi ríkisstarfsmanna mat það svo að ekki hefði verið staðið rétt að brottvísun Ólafs. Ekki var þó tekin afstaða til ásakana fimm kvenna á hendur honum um kynferðisbrot en tvær nefndir þjóðkirkjunnar fundu Ólaf sekan um siðferðisbrot gegn tveimur kvennanna. Hugrakkar og sterkar konur Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem allar störfuðu með Ólafi á vettvangi kirkjunnar, undrast framkomu Ólafs og lögmanns hans, Einars Gauts, undanfarna daga eftir að álit nefndar um réttindi ríkisstarfsmanna var birt. Einkum setur hún spurningamerki við þá túlkun lögmannsins á áliti nefndarinnar að Ólafur hafi ekki framið kynferðisbrot eða viðhaft kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Segja mikilvægast að stöðva prestinn „Ég get ekki annað en komið fram og mótmælt þessu,“ segir Þyrí í pistli sem hún birti um málið á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég vann við þetta mál í heilt ár. Þessar konur sem ég vann fyrir voru hugrakkar og sterkar. Þær stigu fram og sögðu frá ósiðlegri og ósæmilegri háttsemi prestsins í sinn garð og mættu gríðarlegri andspyrnu, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Háttsemin sem konurnar lýstu var að mínu mati hægt að heimfæra undir lagalegar skilgreiningar á kynferðislegri áreitni og kynbundnu áreitni. Þær skilgreiningar er að finna í jafnréttislögum.“Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, veitti Ólafi lausn frá embætti um stundarsakir en embættisfærslan var síðar metin ólögmæt.Fréttablaðið/VilhelmFaðmlög og kossar á engan hátt viðurkennd háttsemi Konurnar hafi óskað eftir því að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar tæki mál þeirra til skoðunar. Í umræddum tveimur málum hafi nefndin komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að presturinn hefði gerst sekur um siðferðisbrot með háttsemi sinni. Vísar Þyrí einnig í úrskurð bæði úrskurðarnefndar og áfrýjunarnefndar kirkjunnar, þar sem segir að ekki fari á milli mála að „faðmlög og kossar þar sem viðkomandi er lyft upp“, þ.e. sú hegðun sem Ólafur á að hafa haft uppi, sé „á engan hátt venjuleg eða viðurkennd háttsemi milli fólks“. „Því miður ekki skets frá Fóstbræðrum“ Segist Þyrí vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti, á grundvelli hegðunar gagnvart konum sem ekki eigi að viðgangast. „Því er haldið fram að presturinn sé alsaklaus og hafi verið sýknaður af öllum ásökunum í hans garð og eigi því rétt á því að mega sinna sínu embætti eins og ekkert hafi í skorist. Ekkert af þessu er rétt. Presturinn var fundinn sekur um siðferðisbrot, sem er alvarlegt og ámælisvert. Hann er talinn hafa brotið gegn skrifuðum og óskrifuðum siðareglum með framkomu sinni í garð kvenna sem hann starfaði með á vettvangi kirkjunnar, m.a. siðareglum vígðra þjóna kirkjunnar,“ segir Þyrí. „Það er því ekki af „einhverjum ástæðum“ verið að meina honum að sinna starfi sínu. Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna sem hvorki hann né lögmaður hans virðast geta horfst í augu við. Þeir skilja ekkert í þessum látum, maðurinn er nú bara „kunnur af galsa“ og „frakkur að eðlisfari“ en konurnar fimm að sama skapi húmorslausar og leiðinlegar. Þetta er því miður ekki skets frá Fóstbræðrum, þetta eru raunverulegar málsástæður prestsins hjá bæði Úrskurðarnefnd og Áfrýjunarnefnd eins og kemur fram hér að ofan.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, um kynferðislega áreitni furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. Vonast hún til þess að biskupi takist að veita séra Ólafi lausn úr embætti vegna siðferðisbrota hans gegn tveimur kvennanna, sem staðfest hafa verið í nefndum þjóðkirkjunnar.Aldrei séð aðra eins „valdníðslu“ Einar Gautur Steingrímsson lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar sóknarprests í Grensáskirkju sagði í samtali við Mbl í gærkvöldi að hann hefði „aldrei séð eins mikla valdníðslu í nokkru máli“ á sínum ferli. Vísaði hann þar til þess að biskup Íslands hefði óskað eftir því við séra Ólaf að hann sneri ekki aftur til starfa í embætti sóknarprests Grensáskirkju út maímánuð, eða þar til embættið verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Kvaðst Ólafur ekki ætla að verða við þeirri ósk biskups og hyggst hann hefja störf að nýju eftir að biskup vék honum tímabundið úr embætti í byrjun desember síðastliðnum. Nefnd um réttindi ríkisstarfsmanna mat það svo að ekki hefði verið staðið rétt að brottvísun Ólafs. Ekki var þó tekin afstaða til ásakana fimm kvenna á hendur honum um kynferðisbrot en tvær nefndir þjóðkirkjunnar fundu Ólaf sekan um siðferðisbrot gegn tveimur kvennanna. Hugrakkar og sterkar konur Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem allar störfuðu með Ólafi á vettvangi kirkjunnar, undrast framkomu Ólafs og lögmanns hans, Einars Gauts, undanfarna daga eftir að álit nefndar um réttindi ríkisstarfsmanna var birt. Einkum setur hún spurningamerki við þá túlkun lögmannsins á áliti nefndarinnar að Ólafur hafi ekki framið kynferðisbrot eða viðhaft kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Segja mikilvægast að stöðva prestinn „Ég get ekki annað en komið fram og mótmælt þessu,“ segir Þyrí í pistli sem hún birti um málið á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég vann við þetta mál í heilt ár. Þessar konur sem ég vann fyrir voru hugrakkar og sterkar. Þær stigu fram og sögðu frá ósiðlegri og ósæmilegri háttsemi prestsins í sinn garð og mættu gríðarlegri andspyrnu, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Háttsemin sem konurnar lýstu var að mínu mati hægt að heimfæra undir lagalegar skilgreiningar á kynferðislegri áreitni og kynbundnu áreitni. Þær skilgreiningar er að finna í jafnréttislögum.“Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, veitti Ólafi lausn frá embætti um stundarsakir en embættisfærslan var síðar metin ólögmæt.Fréttablaðið/VilhelmFaðmlög og kossar á engan hátt viðurkennd háttsemi Konurnar hafi óskað eftir því að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar tæki mál þeirra til skoðunar. Í umræddum tveimur málum hafi nefndin komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að presturinn hefði gerst sekur um siðferðisbrot með háttsemi sinni. Vísar Þyrí einnig í úrskurð bæði úrskurðarnefndar og áfrýjunarnefndar kirkjunnar, þar sem segir að ekki fari á milli mála að „faðmlög og kossar þar sem viðkomandi er lyft upp“, þ.e. sú hegðun sem Ólafur á að hafa haft uppi, sé „á engan hátt venjuleg eða viðurkennd háttsemi milli fólks“. „Því miður ekki skets frá Fóstbræðrum“ Segist Þyrí vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti, á grundvelli hegðunar gagnvart konum sem ekki eigi að viðgangast. „Því er haldið fram að presturinn sé alsaklaus og hafi verið sýknaður af öllum ásökunum í hans garð og eigi því rétt á því að mega sinna sínu embætti eins og ekkert hafi í skorist. Ekkert af þessu er rétt. Presturinn var fundinn sekur um siðferðisbrot, sem er alvarlegt og ámælisvert. Hann er talinn hafa brotið gegn skrifuðum og óskrifuðum siðareglum með framkomu sinni í garð kvenna sem hann starfaði með á vettvangi kirkjunnar, m.a. siðareglum vígðra þjóna kirkjunnar,“ segir Þyrí. „Það er því ekki af „einhverjum ástæðum“ verið að meina honum að sinna starfi sínu. Hann er að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna sem hvorki hann né lögmaður hans virðast geta horfst í augu við. Þeir skilja ekkert í þessum látum, maðurinn er nú bara „kunnur af galsa“ og „frakkur að eðlisfari“ en konurnar fimm að sama skapi húmorslausar og leiðinlegar. Þetta er því miður ekki skets frá Fóstbræðrum, þetta eru raunverulegar málsástæður prestsins hjá bæði Úrskurðarnefnd og Áfrýjunarnefnd eins og kemur fram hér að ofan.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00