Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2019 07:36 McAdams er í Ísrael til að kynna sér Eurovision-keppnina. Vísir/Getty Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49
Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45