Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. maí 2019 06:45 Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira
„Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira