Almenningur fær ekki réttar upplýsingar um innihald matvæla Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 15. maí 2019 06:15 Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Fréttablaðið/Anton Brink Mælingar á innihaldsefnum íslenskra matvæla hafa ekki verið framkvæmdar í áratug. Í nágrannalöndum okkar eru slíkar mælingar framkvæmdar á hverju ári. „Í grannlöndum okkar er verið að uppfæra þessa gagnagrunna alltaf eitthvað á hverju ári. Teknar eru fyrir ákveðnar fæðutegundir árlega og til þess eru veittar ákveðnar fjárveitingar,“ segir Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Ólafur segir nauðsynlegt að mæla innihaldsefni matvæla svo að almenningur fái réttar upplýsingar um það hvað er í matnum sem hann borðar. Slíkar upplýsingar séu mikilvægar öllum en sér í lagi þeim sem hafa sérþarfir í mataræði. „Það eru ýmsar sérþarfir sem fólk hefur út af sjúkdómum til dæmis og þá þarf að vera hægt að átta sig á hvað mismunandi matvæli innihalda af efnum sem þarf annaðhvort að takmarka eða fólk þarf nauðsynlega á að halda í vissu magni,“ segir Ólafur og bætir við að upplýsingarnar séu einnig mikilvægar þegar framkvæmdar séu ýmsar kannanir á matarvenjum Íslendinga. Gagnagrunnur um innihaldsefni íslenskra matvæla, ÍSGEM, er til en hann hefur ekki verið uppfærður síðan árið 2009. Ólafur segir mikilvægt að uppfæra gagnagrunninn þar sem innihaldsefni matvæla geti breyst af ýmsum ástæðum. „Innihald í unnum matvörum getur breyst við það að uppskrift sé breytt, það geta verið umhverfisáhrif og fóðuráhrif svo eitthvað sé nefnt. Ef fóðrun er breytt þá geta innihaldsefni matvæla breyst. Joð og fitusýrur eru góð dæmi um þetta.“ Aðspurður um hvað hamli því að gagnagrunnurinn sé uppfærður segir Ólafur ástæðuna vera skort á fjármagni. „Það hefur verið sótt um fjármagn í þetta á hverju ári en það eru bara takmarkaðir fjármunir í boði og ekki skilningur á því að þetta þurfi uppfærslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Mælingar á innihaldsefnum íslenskra matvæla hafa ekki verið framkvæmdar í áratug. Í nágrannalöndum okkar eru slíkar mælingar framkvæmdar á hverju ári. „Í grannlöndum okkar er verið að uppfæra þessa gagnagrunna alltaf eitthvað á hverju ári. Teknar eru fyrir ákveðnar fæðutegundir árlega og til þess eru veittar ákveðnar fjárveitingar,“ segir Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Ólafur segir nauðsynlegt að mæla innihaldsefni matvæla svo að almenningur fái réttar upplýsingar um það hvað er í matnum sem hann borðar. Slíkar upplýsingar séu mikilvægar öllum en sér í lagi þeim sem hafa sérþarfir í mataræði. „Það eru ýmsar sérþarfir sem fólk hefur út af sjúkdómum til dæmis og þá þarf að vera hægt að átta sig á hvað mismunandi matvæli innihalda af efnum sem þarf annaðhvort að takmarka eða fólk þarf nauðsynlega á að halda í vissu magni,“ segir Ólafur og bætir við að upplýsingarnar séu einnig mikilvægar þegar framkvæmdar séu ýmsar kannanir á matarvenjum Íslendinga. Gagnagrunnur um innihaldsefni íslenskra matvæla, ÍSGEM, er til en hann hefur ekki verið uppfærður síðan árið 2009. Ólafur segir mikilvægt að uppfæra gagnagrunninn þar sem innihaldsefni matvæla geti breyst af ýmsum ástæðum. „Innihald í unnum matvörum getur breyst við það að uppskrift sé breytt, það geta verið umhverfisáhrif og fóðuráhrif svo eitthvað sé nefnt. Ef fóðrun er breytt þá geta innihaldsefni matvæla breyst. Joð og fitusýrur eru góð dæmi um þetta.“ Aðspurður um hvað hamli því að gagnagrunnurinn sé uppfærður segir Ólafur ástæðuna vera skort á fjármagni. „Það hefur verið sótt um fjármagn í þetta á hverju ári en það eru bara takmarkaðir fjármunir í boði og ekki skilningur á því að þetta þurfi uppfærslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira