Fimleikafélagið: Lögreglukonan í FH-liðinu í aðalhlutverki í nýjasta þættinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir. Skjámynd/Fimleikafélagið Sjötti þáttur seríu tvö af Fimleikafélaginu er kominn út en fimleikafélagið beinir athygli sinni að þessu sinni að kvennaliði sínu. Freyr Árnason hefur sett saman nýjasta þáttinn af Fimleikafélaginu en þættirnir eru sýndir hér inn á Vísi. Í þáttunum gefst FH-ingum og öðrum áhugamönnum um íslenskan fótbolta tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin hjá risanum í Hafnarfirði en myndavélin kemst inn á staði þar sem menn eru vanalega ekki að mynda. Að þessu sinni er komið að því að beina sjónum sínum að meistaraflokki kvenna hjá FH. Kvennalið FH spilar í Inkasso deildinni og gerði 1-1 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð á dögunum. Fimleikafélagið fékk að fylgjast aðeins með lífinu hjá þeim Selmu Dögg Björgvinsdóttur, Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur og Nótt Jónsdóttur þegar þær eru ekki á æfingum í Kaplakrika. Þátturinn byrjar ekki í Hafnarfirði heldur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fáum við að sjá lögreglukonuna í FH-liðinu í vinnunni. „Ég er búin að vera í nokkra mánuði, frekar stutt,“ segir Selma Dögg Björgvinsdóttir en hún er að læra lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri og er í 70 prósent vinnu með. „Ég var ekkert búin að mynda mér skoðun á löggunni enda hefur hún ekki þurft að hafa afskipti af mér,“ segir Selma Dögg. Hún sýndi aðstöðuna á lögreglustöðinni og meðal annars hvar lögreglufólkið ætlar að horfa á Pepsi Max deildina í sumar. Fimleikafélagið hitti síðan á þær Ernu og Nótt í Háskólanum í Reykjavík þar sem þær stunda báðar nám, Erna í viðskiptafræði en Nótt í lögfræði. „Ég held að við séum að fara beint upp,“ segir fyrirliðinn Erna Guðrún Magnúsdóttir. Hún er ánægð að fá margar gamlar FH-stelpur aftur til baka inn í liðið. Ein af þeim er Nótt. Sjötta þátt annarrar seríu Fimleikafélagsins má sjá í heild sinni fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Sjötti þáttur seríu tvö af Fimleikafélaginu er kominn út en fimleikafélagið beinir athygli sinni að þessu sinni að kvennaliði sínu. Freyr Árnason hefur sett saman nýjasta þáttinn af Fimleikafélaginu en þættirnir eru sýndir hér inn á Vísi. Í þáttunum gefst FH-ingum og öðrum áhugamönnum um íslenskan fótbolta tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin hjá risanum í Hafnarfirði en myndavélin kemst inn á staði þar sem menn eru vanalega ekki að mynda. Að þessu sinni er komið að því að beina sjónum sínum að meistaraflokki kvenna hjá FH. Kvennalið FH spilar í Inkasso deildinni og gerði 1-1 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð á dögunum. Fimleikafélagið fékk að fylgjast aðeins með lífinu hjá þeim Selmu Dögg Björgvinsdóttur, Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur og Nótt Jónsdóttur þegar þær eru ekki á æfingum í Kaplakrika. Þátturinn byrjar ekki í Hafnarfirði heldur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fáum við að sjá lögreglukonuna í FH-liðinu í vinnunni. „Ég er búin að vera í nokkra mánuði, frekar stutt,“ segir Selma Dögg Björgvinsdóttir en hún er að læra lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri og er í 70 prósent vinnu með. „Ég var ekkert búin að mynda mér skoðun á löggunni enda hefur hún ekki þurft að hafa afskipti af mér,“ segir Selma Dögg. Hún sýndi aðstöðuna á lögreglustöðinni og meðal annars hvar lögreglufólkið ætlar að horfa á Pepsi Max deildina í sumar. Fimleikafélagið hitti síðan á þær Ernu og Nótt í Háskólanum í Reykjavík þar sem þær stunda báðar nám, Erna í viðskiptafræði en Nótt í lögfræði. „Ég held að við séum að fara beint upp,“ segir fyrirliðinn Erna Guðrún Magnúsdóttir. Hún er ánægð að fá margar gamlar FH-stelpur aftur til baka inn í liðið. Ein af þeim er Nótt. Sjötta þátt annarrar seríu Fimleikafélagsins má sjá í heild sinni fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira