Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2019 07:30 M aðurinn hefur áður komist í kast við lögin vegna slæmrar meðferðar á skotvopnum. Fréttablaðið/Auðunn Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira