Roma gerði sér lítið fyrir og vann topplið Juventus í ítalska boltanum í dag.
Roma er í harðri baráttu við Milan liðin tvö um fjórða og síðasta sætið sem gefur þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tókst að skora og því markalaust í hálfleiknum.
Roma var líklegri aðilinn í leiknum en liðsmenn liðsins áttu níu marktilraunir gegn fimm hjá Juventus en það stefndi þó allt í að leikurinn yrði markalaus. En það var þó ekki raunin því á 79. mínútu skoraði Alessandro Florenzi og kom Roma yfir.
Þetta var hinsvegar ekki síðasta mark leiksins því í uppbótartíma náði Edin Dzeko að tvöfalda forskot Roma og innsigla sigurinn.
Eftir leikinn er Roma með 62 stig í sjötta sæti deildarinnar.
Roma sigraði toppliðið
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



