Rósa Björk: Loftslagsvandinn kallar á róttækar samfélagsbreytingar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 13:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið/Andri Marinó „Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“ Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“
Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira