Gestir í gylltu búri orðnir steiktir í hausnum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2019 12:00 Karen og Andri standa í ströngu úti í Tel Aviv með íslenska hópnum. Þau sjá um búningana. Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Júrógarðurinn Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Júrógarðurinn Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira