FH komst yfir í leiknum en tvö mörk frá KA komu þeim í góða stöðu. Vítaspyrnumark Björns Daníels Sverrissonar og annað mark Halldórs Orra Björnssonar í leiknum tryggðu FH þó stigin þrjú. Mikilvæg stig.
Í Garðabænum var einungis eitt mark skorað er nýliðar HK voru í heimsókn. Markið skoraði Hilmar Árni Halldórsson og það var af dýrari gerðinni.
Breiðablik vann 3-1 sigur á Víkingi í Árbænum en Kolbeinn Þórðarson skoraði tvö mörk og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Nikolaj Hansen skoraði mark Víkings.
Mörkin má sjá hér að neðan.
FH - KA 3-2: