Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:00 Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira