Sunna: Hefði átt að láta strákana kýla mig fyrir bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. maí 2019 12:00 Sunna mun líklega berjast aftur við Curran á þessu ári. Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran
MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37
Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30
Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00