Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 19:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent